Færsluflokkur: Bloggar
24.3.2009 | 20:25
Umfjöllun um Ég heiti Rachel Corrie
María Kristjáns fjallar um verkið í Mogganum í dag
www.egheitirachelcorrie.com/blogg
Ísland í dag:
http://vefmidlar.visir.is/VefTV/?channelID=&programID=b2fab606-e8f9-4500-a4d9-15008d8978da&mediaSourceID=cea2876f-4e76-469c-ad29-2ae99d52a71f
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.3.2009 | 00:05
uppfærslunni berast ótal mörg falleg bréf og kveðjur - kærar þakkir
Hún er óhemju áhrifarík þessi sýning í Borgarleikhúsinu um Rachel Corrie, sem lét lífið á Gaza fyrir sex árum af völdum Ísraelshers. Hún var bandarísk stúlka, 23 ára gömul sem var í Rafah, syðst á Gaza, sjálfboðaliði á vegum ISM, alþjóðlegu samstöðuhreyfingarinnar. Caterpillar-jarðýta á vegum hersins ók yfir hana þar sem hún stóð og reyndi að hindra að heimili vinafólks hennar yrði eyðilagt.
Þóra Karitas á mikinn heiður skilinn fyrir leik sinn og framtakið allt, og raunar stór hópur með henni þar sem nefna verður sérstaklega Maríu Ellingsen leikstjóra.
Láttu þessa sýningu ekki fram hjá þér fara, það eru aðeins átta sýningar alls.
Kveðja,
Sveinn Rúnar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.3.2009 | 11:34
vísa á heimasíðu Ég heiti Rachel Corrie
Heimasíðan www.egheitirachelcorrie.com hefur verið tekin í gagnið
en þar er að finna blogg tengt sýningunni
Viðtökur frumsýningargesta voru kröftug:
Verulega flott uppfærsla. Þetta er mjög magnað leikrit, MJÖG magnað! Bogi Ágústsson fréttamaður á RUV í viðtali á Bylgjunni
Stórkostleg sýning. Guðrún Eva Mínervudóttir - facebook
Sá þetta stykki í gær og gef því 5 Oddnýjar-stjörnur. Þvílíkt verk og þvílíkur leikur! Bravó Þóra Karítas - takk fyrir að færa okkur þessi skilaboð. Oddný Sturludóttir - facebook
Þessi dramatíski einleikur hreif mig mjög. Þóra túlkar Rachel á kröftugan, tilfinningaríkan og umfram allt trúverðugan hátt. -Vésteinn Valgarðsson Eggin vefrit um samfélagsmál
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.2.2009 | 10:14
Langflottust
Algjörlega málið
Þóra Kristín kíkti inn á æfingu á Ég heiti Rachel Corrie á föstudaginn. Það var gaman að fylgjast með henni vinna. Hún kann þetta og við óskum henni til hamingju með verðlaunin. Takk fyrir okkur.
http://mbl.is/mm/frettir/sjonvarp/22997/
Þóra Kristín blaðamaður ársins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)